Velferðarmál

Jafnréttismál

Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi

Share on facebook
Share on twitter

Félags- og barnamálaráðuneytið og Dómsmálaráðuneytið hafa ákveðið að fjármagna rekstur nýrrar þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Sambærileg þjónustumiðstöð, Bjarkarhlíð, er þegar starfrækt á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn á Akureyri hefur yfirumsjón með verkefninu en aðrir samstarfsaðilar eru Akureyrarkaupstaður, Aflið – samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, Háskólinn á Akureyri, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Samtök um kvennaathvarf, Kvennaráðgjöfin og Mannréttindaskrifstofa Íslands. Þjónustumiðstöðin mun bjóða upp á samhæfða þjónustu og ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga sem beittir hafa verið ofbeldi af einhverjum toga. Brotaþolum verður gefinn kostur á stuðningi og ráðgjöf í kjölfar ofbeldis, þeim að kostnaðarlausu. Stefnt er að því að þjónustumiðstöðin opni 1. mars næstkomandi. Þjónustumiðstöðin verður samstarfsvettvangur opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka sem aðstoða þolendur ofbeldis.

Annar árangur á sama sviði

Styrkur til Samtakanna ’78

Frumvörp til nýrra jafnréttislaga samþykkt á Alþingi

Lög um sanngirnisbætur til fólks sem á barnsaldri sætti misgjörðum á stofnunum fyrir fötluð börn samþykkt.

Réttindi trans og intersex fólks og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni samþykkt á Alþingi

Ísland setur 90 milljónir í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna

Ísland upp um fjögur sæti á Regnbogakortinu

Frítekjumark námsmanna fimmfaldað: Menntasjóður námsmanna kemur til móts við samfélagið

Samtökin ´78 fá styrk til að styðja enn betur við börn og ungmenni

Hlutdeildarlán sem auðvelda tekjulágum einstaklingum að eignast fyrstu íbúð samþykkt á Alþingi