Share on facebook
Share on twitter

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær styrk til að taka betur utan um börn og unglinga í viðkvæmri stöðu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið 15 milljóna króna styrk sem ætlað er að hjálpa embættinu að sinna auknum forvörnum og stuðningi við börn í viðkvæmri stöðu til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum þeirra. Styrkurinn er liður í vinnu aðgerðateymis skipuðu af  Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í þeim tilgangi að stýra og samræma vinnu við útfærslu aðgerða gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og áfalla.

Verkefnið er þrískipt:

  • Rannsaka brot ósakhæfra barna og ungmenna í samræmi við fyrirmæli ríkissaksóknara 9/2009.
  • Að efla samstarf við aðrar stofnanir um forvarnir gegn afbrotum þ.m.t. heilsugæslu,grunn- og framhaldsskóla, tómstunda- og íþróttastarf sveitarfélaga, félagsþjónustu og barnavernd.
  • Almenn vitundarvakning um þróun ofbeldis og ofbeldismenningu meðal íslenskra   ungmenna í samstarfi við hagaðila og ungmennin sjálf m.a. með því að vinna með   Hinu húsinu og hópnum Ungmenni gegn ofbeldi.

Önnur afrek á sama sviði

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Fyrstu lögin um varnir gegn hagsmunaárekstrum

Ísland upp um fjögur sæti á Regnbogakortinu

Upplýsingaréttur almennings styrktur

Frítekjumark námsmanna fimmfaldað: Menntasjóður námsmanna kemur til móts við samfélagið

Samtökin ´78 fá styrk til að styðja enn betur við börn og ungmenni

Hlutdeildarlán sem auðvelda tekjulágum einstaklingum að eignast fyrstu íbúð samþykkt á Alþingi

Eldri borgarar með takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi fá félagslegan viðbótarstuðning

Styrkir til kaupa á sérútbúnum bifreiðum hækkaðir um 20%