Umhverfismál

Unnið að verkefni um loftslagsvænni landbúnaði

Share on facebook
Share on twitter

Umhverfis- og auðlindaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa kynnt í ríkisstjórn ramma um samstarfsverkefni við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað en í stjórnarsáttmála er kveðið á um samstarfsverkefni stjórnvalda og sauðfjárbænda um aðgerðir í loftslagsmálum. Samþykkt var að verkefnið yrði þróað á árinu og framkvæmd þess falin Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landgræðsluna, Skógræktina og sauðfjárbændur. Þróuð verður heildstæð ráðgjöf og fræðsla fyrir bændur um hvernig þeir geta dregið úr losun og aukið bindingu á búum sínum. Gert er ráð fyrir að bændur vinni áætlanir fyrir bú sín þar sem tilteknar eru aðgerðir sem m.a. geta falist í samdrætti í losun frá búrekstri og landi og/eða bindingu kolefnis.

Annar árangur á sama sviði

Áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð

Bann við afhendingu plastburðarpoka tekur gildi

Ráðist í uppbyggingu innviða á nýfriðlýstum svæðum

Ný gestastofa og starfsstöð náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit

24 aðgerðir í átt að hringrásarhagkerfi

Styrkir til fráveituframkvæmda sveitarfélaga

Frumvarp um Hálendisþjóðgarð lagt fram á Alþingi.

Ný metnaðarfull markmið í loftslagsmálum

3 milljarða króna aukning til loftslagsmála