Í nóvember 2019 kom út Landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi 2018-2022. Í þessari þriðju aðgerðaáætlun Íslands vegna ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi 2018-2022 er lögð áhersla á víðtæka samhæfingu og fræðslu þeirra aðila innanlands sem gegna lykilhlutverki varðandi öryggi kvenna hér á landi. Þar er meðal annars vísað til aðgerða í tengslum við konur í viðkvæmri stöðu, mansal, flóttakonur og umsækjendur um alþjóðlega vernd, auk aðgerða gegn kynbundnu- og kynferðislegu ofbeldi.