Ein af aðgerðunum í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er hækkun kolefnisgjalds. Kolefnisgjaldið hefur verið hækkað í áföngum síðan ríkisstjórnin tók við.
Kolefnisgjald tekur heildstætt á losun kolefnis frá jarðefnaeldsneyti, bæði frá samgöngum og öðrum uppsprettum. Í upphafi árs 2018 var kolefnisgjaldið hækkað um 50% og enn var það hækkað í byrjun árs 2019 og þá um 10%. Þeirri hækkun verður samkvæmt fjármálaáætlun fylgt eftir með annarri 10% hækkun árið 2020.