Fulltrúar ýmissa félagasamtaka, þingmenn og ýmsir fleiri komu saman í maí 2018 í tilefni af fullgildingu Istanbúlsamningsins. Samningurinn kveður á um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins staðfestingarskjal á dögunum um fullgildingu Íslands á samningnum.