Ísland verður á meðal forysturíkja átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum) á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Stofnunin tilkynnti um forysturíkin í dag, sjá tilkynningu.
Kynslóð jafnréttis er stærsta verkefni UN Women hingað til og meðal helstu áherslumála aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres. Átakið er til næstu fimm ára og er skilgreint í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030.