Utanríkismál

Jafnréttismál

Ísland í fararbroddi ríkja í gagnrýni á Sádi Arabíu í mannréttindamálum

Share on facebook
Share on twitter

Ísland leiddi í mars 2019 hóp ríkja í gagnrýni á stöðu mannréttindamála í Sádi Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf. Er það í fyrsta skipti sem Sádi Arabía sætir slíkri samstilltri gagnrýni í ráðinu, og markar frumkvæðið því tímamót. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, flutti hið sameiginlega ávarp fyrir hönd 36 ríkja. Í ávarpinu er framganga stjórnvalda í Sádi Arabíu í mannréttindamálum gagnrýnd harðlega, meðal annars að baráttufólk fyrir mannréttindum, þ.m.t. auknum réttindum kvenna, sé handtekið og sæti fangelsisvist án dóms og laga. Þá fordæma ríkin morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi og undirstrika mikilvægi þess að standa vörð um málfrelsi hvarvetna í heiminum, og þá kröfu að fram fari sjálfstæð og óhlutdræg rannsókn á morði Khashoggis og hinir ábyrgu sæti ábyrgð.

Annar árangur á sama sviði

Styrkur til Samtakanna ’78

Frumvörp til nýrra jafnréttislaga samþykkt á Alþingi

Lög um sanngirnisbætur til fólks sem á barnsaldri sætti misgjörðum á stofnunum fyrir fötluð börn samþykkt.

Réttindi trans og intersex fólks og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni samþykkt á Alþingi

Ísland setur 90 milljónir í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna

Ísland upp um fjögur sæti á Regnbogakortinu

Samtökin ´78 fá styrk til að styðja enn betur við börn og ungmenni

Samtökin Móðurmál styðja nemendur af erlendum uppruna

Miðstöð um ofbeldi gegn börnum stofnuð ​