Ísland fullgildir bókun við samning um bann við pyntingum

Share on facebook
Share on twitter

Ísland hefur fullgilt valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi refsingu (OPCAT). Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fékk fullgildingarskjalið afhent í febrúar 2019 og var því svo lýst yfir að fullgildingu af hálfu Íslands væri lokið.