Hleðsla fyrir rafbíla tryggð í öllu nýbyggðu húsnæði

Share on facebook
Share on twitter

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur samþykkt breytingu á byggingarreglugerð sem varðar orkuskipti í samgöngum. Þar með hefur verið tryggt að við allt nýbyggt húsnæði á Íslandi sé gert ráð fyrir hleðslu fyrir rafbíla.

Með nýjustu breytingunni er lögð sú skylda á mannvirkjahönnuði að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla við ákveðinn lágmarksfjölda bílastæða við annað húsnæði en íbúðarhúsnæði, en kröfur er varða íbúðarhúsnæði höfðu þegar verið settar inn í reglugerðina.

Sérstaklega er kveðið á um að öll bílastæði fyrir hreyfihamlaða við nýbyggt atvinnuhúsnæði eigi að vera með hleðslumöguleika en ekki einungis ákveðið hlutfall þeirra líkt og með önnur stæði.