Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Einar Már Sigurðarson, formaður sambands sveitarfélaga á Austurlandi, hafa skrifað undir samning um greiningu tækifæra og áhrifa friðlýstra svæða á nærsvæði þeirra. Verkefnið er ein aðgerða í Byggðaáætlun 2018-2024 en er einnig hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstakt átak í friðlýsingum og að skoðaðir verði möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum en nú er.