Fjölmörgum aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum hefur verið hrint í framkvæmd. Sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu viðamikla loftslagsáætlun haustið 2018 og endurskoðun hennar er í fullum gangi, samhliða því sem aðgerðum er hrint af stað. Markmiðið með áætluninni er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið sín í loftslagsmálum.
Megináherslurnar í aðgerðaáætluninni eru tvær; orkuskipti, þar sem sérstaklega er horft til hraðrar rafvæðingar samgangna og breyttra ferðavenja; og átak í kolefnisbindingu þar sem landgræðsla og skógrækt gegna lykilhlutverki, auk þess sem markvisst verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis.
Auk þess er fjölmargar aðrar aðgerðir að finna í áætluninni, svo sem hvað varðar að draga úr matarsóun, efla fræðslu um loftslagsbreytingar og koma á fót Loftslagssjóði.