Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á Alþingi

Share on facebook
Share on twitter

Lagafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi. Samþykkt frumvarpsins setur Ísland í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Með samþykkt laganna er staðfestur með lögum réttur einstaklings til að breyta opinberri kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun og án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð.