Forsætisráðuneytið og Samtökin ’78, hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi, endurnýjuðu samning um að samtökin sinni sértækri fræðslu, þjónustu og ráðgjöf er varða málefni hinsegin fólks. Samningnum er ætlað að efla þjónustu við hinsegin einstaklinga og aðstandendur þeirra og tryggja fagfólki í opinberri stjórnsýslu, skólum og annarri almannaþjónustu fræðslu um málefni hinsegin fólks.