Með lögunum öðlast einstaklingar, sem búsettir eru hér á landi og hafa annaðhvort alls engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum, rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur að hámarki numið 90% fulls ellilífeyris almannatrygginga. Breytingin tekur til einstaklinga sem hafa náð 67 ára aldri, hafa fasta búsetu og lögheimili á Íslandi og dvelja hér varanlega. Ef um erlendan ríkisborgara er að ræða skal hann hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi.