Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun gerðu með sér samning um mælingar á efnasamsetningu svifryks fyrir áramótin 2018/2019. Um var að ræða sértækar mælingar á hlutfalli þungmálma og annarra efna í svifrykinu. Mælt var á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Á Grensásvegi og í Dalsmára, en þar voru fyrir mælar sem mæla heildarmagn svifryks. Mælingarnar fóru fram síðustu fimm daga ársins 2018 og fyrstu fimm daga ársins 2019.
Þá ákváðu umhverfis- og auðlindaráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra að skipa starfshóp ráðuneytanna til að móta tillögur um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæði vegna flugeldamengunar.