Umhverfismál

Dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum plastnotkunar

Share on facebook
Share on twitter

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa gert með sér samning um verkefni sem ætlað er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum plastnotkunar.

Annars vegar er um að ræða verkefnið „Hreint vatn í krana“ sem snýst um kynningu til ferðamanna sem koma til Íslands um óþarfa þess að kaupa vatn í einnota umbúðum hér á landi. Vatn á Íslandi sé nánast alls staðar hreint og öruggt til neyslu og af notkun og flutningi plastflaskna hljótist óþarfa loftslagsáhrif og önnur neikvæð umhverfisáhrif. Hannað verður kynningarefni í takt við átakið „Turn the tap on“ og gert ráð fyrir að verkefnið verði unnið í samstarfi við atvinnulífið, frjáls félagasamtök, sveitarfélög, veitustofnanir og fleiri.

Hins vegar er um að ræða verkefni sem snýr að kynningu og fræðslu um ofnotkun á einnota plasti. Útbúið verður kynningar- og fræðsluefni fyrir vef- og samfélagsmiðla með skilaboðum um að nota fjölnota.

Annar árangur á sama sviði

Áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð

Bann við afhendingu plastburðarpoka tekur gildi

Ráðist í uppbyggingu innviða á nýfriðlýstum svæðum

Ný gestastofa og starfsstöð náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit

24 aðgerðir í átt að hringrásarhagkerfi

Styrkir til fráveituframkvæmda sveitarfélaga

Frumvarp um Hálendisþjóðgarð lagt fram á Alþingi.

Ný metnaðarfull markmið í loftslagsmálum

3 milljarða króna aukning til loftslagsmála