Samkvæmt 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga er heimilt að veita útlendingi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða að tilteknum skilyrðum uppfylltum, hafi hann sótt um alþjóðlega vernd og ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 18 mánaða.Í einstökum málum getur tíminn orðið óhæfilega langur. Hámarkstími málsmeðferðar var styttur úr átján mánuðum í sextán í hælismálum þar sem börn eiga í hlut. Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.