Í lok apríl 2020 skrifaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra undir friðlýsingu Brennisteinsfjalla gegn orkuvinnslu yfir 50MW, í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Um er að ræða stærsta óbyggða víðerni sem eftir er í nágrenni höfuðborgarsvæðisins þar sem finna má ósnortnar gosminjar og minjar um brennisteinsnám en einnig kjarri vaxið svæði við Herdísarvík.