Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra úthlutaði 67,7 milljónum króna til verkefna á málefnasviði ráðuneytisins fyrir árið 2020. Alls var úthlutað styrkjum til 43 verkefna en að þessu sinni var áhersla lögð á verkefni sem lúta að loftslagsmálum og hringrásarhagkerfinu auk annarra verkefna á málefnasviði ráðuneytisins.
Þá var 39 milljónum króna úthlutað í styrki til reksturs félagasamtaka sem starfa á málasviði ráðuneytisins og var það aukning um tæplega helming frá árinu 2019.