Aukið við rannsóknir vegna loftslagsbreytinga

Share on facebook
Share on twitter

Vísinda- og tækniráð hefur samþykkt að 150 milljónir króna fari í rannsóknir á loftslagsbreytingum næst þegar auglýst verður eftir umsóknum um styrki í svokallaða markáætlun.

Skilgreindar hafa verið samfélagslegar áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir á næstu árum í víðu samráði við almenning og hagsmunaaðila. Niðurstaðan var að umhverfismál væru ein af þeim. Markmiðið var að marka áherslur Íslands fyrir þverfaglegt samstarf um rannsóknir og nýsköpun á komandi árum. 

Rannsóknir vegna loftslagsbreytinga munu aukast við þetta.