Akurey í Kollafirði friðlýst

Share on facebook
Share on twitter

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað  friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði sem friðland. Verndargildi eyjunnar er ekki síst fólgið í mikilvægi hennar sem sjófuglabyggðar. Friðlýsing Akureyjar er hluti af friðlýsingarátaki sem Guðmundur Ingi ýtti úr vör á síðasta ári og var sú fyrsta sem var undirrituð undir merkjum þess.