Jafnréttismál

Áherslur gegn mansali

Share on facebook
Share on twitter

Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu hafa verið birtar á vef dómsmálaráðuneytisins. Með áherslunum er sett fram stefna stjórnvalda í mansalsmálum. Lögð er áhersla á mansal og aðra hagnýtingu á fólki í samræmi við samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali. Áherslurnar fjalla ekki sérstaklega um vændi eða félagsleg undirboð, en liður í vinnunni sem framundan er lýtur að því að taka til skoðunar hvort skýra þurfi nánar í löggjöf mörkin á milli mansals og annarrar hagnýtingar á fólki. Þetta skjal kemur því ekki í stað annarrar vinnu stjórnvalda á þessu sviði heldur er til viðbótar við hana og til fyllingar. Mansal er mannréttindabrot og gengur í berhögg við mannlega reisn og friðhelgi einstaklingsins. Í samræmi við fyrri aðgerðaáætlanir byggja áherslur stjórnvalda á fjórum megináherslum eða flokkum sem eiga sér fyrirmynd á alþjóðlegum vettvangi í málefnum mansals.

Annar árangur á sama sviði

Styrkur til Samtakanna ’78

Frumvörp til nýrra jafnréttislaga samþykkt á Alþingi

Lög um sanngirnisbætur til fólks sem á barnsaldri sætti misgjörðum á stofnunum fyrir fötluð börn samþykkt.

Réttindi trans og intersex fólks og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni samþykkt á Alþingi

Ísland setur 90 milljónir í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna

Ísland upp um fjögur sæti á Regnbogakortinu

Samtökin ´78 fá styrk til að styðja enn betur við börn og ungmenni

Samtökin Móðurmál styðja nemendur af erlendum uppruna

Miðstöð um ofbeldi gegn börnum stofnuð ​