Umhverfismál

Áform kynnt um friðlýsingu Dranga á Ströndum sem óbyggð víðerni

Share on facebook
Share on twitter

Jörðin Drangar er yfir 100 ferkílómetrar að flatarmáli og nær frá hábungu Drangajökuls að sjó á milli Bjarnarfjarðar og Drangavíkur. Drangar eru landnámsjörð, þar sem Eiríkur rauði bjó eftir föður sinn og má færa líkur að því að þar hafi sonur hans, Leifur heppni fæðst.

Land jarðarinnar er að langmestu leyti óbyggð víðerni. Landslag er tilkomumikið, jarðfræði fjölbreytileg og gróðurfar sérstakt. Víðernisupplifun er mikil og svæðið nær óraskað. Svæðið er hluti af víðáttumesta, samfellda óbyggða víðerni á Vestfjörðum.

Landeigendur jarðarinnar Dranga sendu greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra um að kanna fýsileika þess að friðlýsa jörðina að hluta eða öllu leyti. Málið var strax sent til Umhverfisstofnunar og unnið áfram í sameiginlegu teymi stofnunarinnar og ráðuneytisins.

Umhverfisstofnun hefur nú kynnt áform um friðlýsingu Dranga á Ströndum sem óbyggð víðerni. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Árneshrepp.

Annar árangur á sama sviði

Áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð

Bann við afhendingu plastburðarpoka tekur gildi

Ráðist í uppbyggingu innviða á nýfriðlýstum svæðum

Ný gestastofa og starfsstöð náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit

24 aðgerðir í átt að hringrásarhagkerfi

Styrkir til fráveituframkvæmda sveitarfélaga

Frumvarp um Hálendisþjóðgarð lagt fram á Alþingi.

Ný metnaðarfull markmið í loftslagsmálum

3 milljarða króna aukning til loftslagsmála