Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð sem friðlands. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Borgarbyggð.
Borgarvogur er eitt af mikilvægari fuglasvæðum Vesturlands. Vogurinn er á skrá yfir alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði og er á náttúruminjaskrá.
Þá geymir Borgarvogur víðáttumikla leiru sem flokkuð er sem gulþörungaleira og er hún sú stærsta af þessari vistgerð hér á landi svo vitað sé. Leirur eiga ennfremur þátt í að takmarka gróðurhúsaáhrif og önnur neikvæð áhrif loftslagsvárinnar en leira bindur gróðurhúsaloftegundir og er binding á flatareiningu mikil.
Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferðareglur náttúruverndarlaga.