Umhverfismál

Áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð

Share on facebook
Share on twitter

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð sem friðlands. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Borgarbyggð.

Borgarvogur er eitt af mikilvægari fuglasvæðum Vesturlands. Vogurinn er á skrá yfir alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði og er á náttúruminjaskrá.

Þá geymir Borgarvogur víðáttumikla leiru sem flokkuð er sem gulþörungaleira og er hún sú stærsta af þessari vistgerð hér á landi svo vitað sé. Leirur eiga ennfremur þátt í að takmarka gróðurhúsaáhrif og önnur neikvæð áhrif loftslagsvárinnar en leira bindur gróðurhúsaloftegundir og er binding á flatareiningu mikil.

Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferðareglur náttúruverndarlaga.

Áform um friðlýsingu Borgarvogs á vef Umhverfisstofnunar

Annar árangur á sama sviði

Bann við afhendingu plastburðarpoka tekur gildi

Ráðist í uppbyggingu innviða á nýfriðlýstum svæðum

Ný gestastofa og starfsstöð náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit

24 aðgerðir í átt að hringrásarhagkerfi

Styrkir til fráveituframkvæmda sveitarfélaga

Frumvarp um Hálendisþjóðgarð lagt fram á Alþingi.

Ný metnaðarfull markmið í loftslagsmálum

3 milljarða króna aukning til loftslagsmála

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá