Umhverfismál

Aðgerðir gegn matarsóun

Share on facebook
Share on twitter

Unnið er að verkefnum sem ætlað er að takast á við matarsóun á Íslandi. Verkefnin eru liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og eru í umsjón Umhverfisstofnunar.

Meðal þess sem um ræðir er könnun á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar en sambærilegar kannanir voru gerðar árin 2015 og 2017. Markmið könnunarinnar nú er m.a. að rannsaka hvort viðhorf til matarsóunar hafi breyst á undanförnum misserum. Þá verður auknu fjármagni til dæmis veitt í kynningu og fræðslu um matarsóun og rekstur vefsins matarsoun.is tryggður áfram. Loks verður ráðist í samstarfsverkefni með Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaga. Verkefnið felst í að gera athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega kröfur sem ekki eru nauðsynlegar m.t.t. matvælaöryggis sem gætu ýtt undir matarsóun. Í framhaldinu verði gripið til ráðstafana til að samræma eftirlitið í því skyni að tryggja að einungis verði gerðar þær kröfur sem nauðsynlegar eru vegna matvælaöryggis.

Annar árangur á sama sviði

Áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð

Bann við afhendingu plastburðarpoka tekur gildi

Ráðist í uppbyggingu innviða á nýfriðlýstum svæðum

Ný gestastofa og starfsstöð náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit

24 aðgerðir í átt að hringrásarhagkerfi

Styrkir til fráveituframkvæmda sveitarfélaga

Frumvarp um Hálendisþjóðgarð lagt fram á Alþingi.

Ný metnaðarfull markmið í loftslagsmálum

3 milljarða króna aukning til loftslagsmála