Íslensk stjórnvöld veittu tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos. Þá var tuttugu milljónum króna varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút í ágústbyrjun og bætist framlagið við 20 milljóna framlag til matvælaaðstoðar á svæðinu.