Styrkirnir eru liður í sérstöku fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar. Heildarfjárhæð sem nú er til úthlutunar nemur því um 1 milljarði króna. Ráðgert er að opna fyrir umsóknir fyrir lok janúar nk.
Styrkhæfar fráveituframkvæmdir eru framkvæmdir við safnkerfi fráveitna, hreinsivirki, dælustöðvar og útrásir. Einnig framkvæmdir við hreinsun ofanvatns, svo sem til að draga úr mengun af völdum örplasts en rannsóknir hafa sýnt að megnið af örplastsmengun berst til sjávar með ofanvatni.