Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, undirritaði friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár ofan Garðabæjar í lok júní 2020. Búrfellsgjá varð til í miklu eldgosi fyrir um átta þúsund árum í litlum eldgíg, sem nefnist Búrfell.
Búrfellsgjá og umhverfi hennar er vinsæl útivistarparadís í túnfæti höfuðborgarsvæðisins þar sem ungir sem aldnir geta meðal annars gengið, skokkað, hjólað og riðið út í stórbrotnu landslagi.