Geysir í Haukadal var friðlýstur við hátíðlega athöfn þann 17. júní árið 2020. Friðlýsinguna undirritaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra en Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar.
Með undirrituninni var Geysir innan marka jarðarinnar Laugar friðlýstur sem náttúruvætti.