Í byrjun árs 2020 skipaði umhverfis- og auðlindaráðherra stýrihóp til að vinna að nýrri stefnumótun og framkvæmdaáætlun fyrir líffræðilega fjölbreytni á Íslandi. Núverandi stefna Íslands er frá 2008. Unnið er að samþykkt nýrrar alþjóðlegrar stefnu fyrir líffræðilega fjölbreytni heimsins og verður vinna stýrihópsins mikilvæg inn í áherslur Íslands.