Ísland situr ellefta árið í röð í efsta sæti á kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum. Samkvæmt nýútkominni skýrslu ráðsins mun það taka tæpa öld að ná fram fullkomnu kynjajafnrétti í heiminum ef fram fer sem horfir.
Þetta er í fjórtánda sinn sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út skýrsluna Global Gender Gap Report. Hún tekur til 153 ríkja og þar er metin frammistaða þeirra við að ná fram kynjajafnrétti á fjórum meginsviðum: Stjórnmálum, menntun, atvinnu og heilbrigði.