Af hálfu utanríkisráðuneytisins hefur verið skrifað undir tvo nýja fjögurra ára samninga um stuðning Íslands við mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögð. Um er að ræða samning við Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), um rúmlega 62 milljóna króna árlegt framlag, og samning við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF), um 50 milljóna króna árlegt framlag.