Aðalbjörg Egilsdóttir hefur verið kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa í málaflokknum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur veitt fjármagni til þess að Aðalbjörg geti sótt loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í umboði íslenskra ungmenna.
Skipan ungmennafulltrúa Íslands á sviði loftslagsmála er samstarfsverkefni Landssambands ungmennafélaga (LUF), Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.