Aðgerðaáætlun um eflingu stafrænnar þjónustu hefur verið samþykkt. Efling þjónustunnar er eitt af forgangsmálum stjórnvalda og því hafa verið unnar tillögur að aðgerðum sem leggja munu grunn að því að Ísland verði á meðal þeirra fremstu í heiminum þegar kemur að stafrænni stjórnsýslu og opinberri þjónustu. Þá mun efling stafrænnar þjónustu skila aukinni hagræðingu í ríkisfjármálum.