Sett á fót sérstök ráðherranefnd til að fjalla um matvælastefnu fyrir Ísland enda mun matvælaframleiðsla verða eitt af stóru viðfangsefnum stjórnmálanna í framtíðinni. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á sjálfbæra nýtingu auðlinda, aukið virði afurða, bættan rétt neytenda og að Ísland verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum.