Gert er ráð fyrir að lögfesting NPA á grundvelli þessara frumvarpa geti tekið gildi um mitt 2019. Fram að þeim tíma verður NPA – þjónustan tryggð með framlengingu bráðabirgðaákvæða laga þar að lútandi frá 1. janúar 2019. Í því skyni leggur ráðherra því einnig fram frumvarp til breytinga á lögum um málefni fatlaðs fólks og laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Auknir fjármunir og fjölgun samninga á næsta ári
Í frumvarpi til fjárlaga næsta ár er gert ráð fyrir tæplega 290 milljóna króna fjárheimild til samninga um notendastýrða persónulega aðstoð. Aukningin nemur samkvæmt því um 70 milljónum króna frá þessu ári og gerir kleift að fjölga samningum úr 55 í 80 árið 2018.