Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri veittu í dag viðtöku skírteini þessu til staðfestingar ásamt þeim Önnu Ósk Kolbeinsdóttur mannauðs- og launafulltrúa og Berglindi Bragadóttur stjórnarráðsfulltrúa. Davíð Lúðvíksson úttektarmaður afhenti skírteinið fyrir hönd Vottunar hf.