Um 140 milljónum króna verður varið til bráðaaðgerða og uppbyggingar innviða á svæðum sem friðlýst voru árið 2020. Í gildandi verkefnaáætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða 2020-2022 er gert ráð fyrir að hægt sé að nota fjármagn til uppbyggingar á nýfriðlýstum svæðum, og hefur verkefnisstjórn Landsáætlunar tekið afstöðu til tillagna umsjónarstofnana náttúruverndarsvæða að slíkum verkefnum.