Ríkisstjórn Íslands samþykkti þann 8. nóvember síðastliðinn tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið yrði á móti 85 einstaklingum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða fjölmennustu móttöku flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Er það í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður á um að Íslandi taki á móti fleira flóttafólki.