Innleiðingarhalli Íslands fer niður í 0,5%, alls fjórar tilskipanir töldust óinnleiddar, miðað við stöðu innleiðinga á tilskipunum 30. nóvember 2018 þegar úttektin fór fram. Ísland nær þar með betri árangri en Liechtenstein (0,6%) en Noregur kom best út úr matinu (0,1%). Innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna innan EES var 0,4% sem er besti árangur ríkjanna frá upphafi.