Aðgerðaráætlun gegn mansali

Share on facebook
Share on twitter

Tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu. Aðgerðaáætlun gegn mansali liggi fyrir og henni verði framfylgt.

Endurskoðuð verði skilgreining á mansali, sett í lög bann við nauðungarvinnu og refsiákvæði til að tryggja skilvirka framkvæmd.

Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna, t.a.m. með stofnun ráðgjafarstofu og aukinni upplýsingagjöf á vefnum. Einnig verði skipulögð upplýsingagjöf til atvinnurekenda um starfskjör.