Undanfarin ár hafa umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi fengið greiðslu í desember til viðbótar við fastar framfærslugreiðslur. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita samtals rúmar fimm milljónir kr. af ráðstöfunarfé sínu í þessar greiðslur.