Ísland var í júlí 2018 kjörið í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna með 172 af 178 greiddum atkvæðum í kosningum sem fóru fram í allsherjarþingi SÞ í New York. Ísland hefur því tekið sæti í ráðinu sem Bandaríkin létu eftir nýverið og mun sitja út kjörtímabilið til ársloka 2019. Fjörutíu og sjö ríki sitja í mannréttindaráðinu sem hefur aðsetur í Genf, þar af tilheyra sjö hópi Vestur-Evrópu og annarra ríkja (WEOG).