Samgöngumál

Gerum betur í samgöngum

Borgarlína sett af stað

Raunhæf áætlun um samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu með áherslu á breyttar ferðavenjur og loftslagsmarkmið

Stórátak í samgöngumálum

Átak í að fækka einbreiðum brúm

36 einbreiðar brýr í dag en verða 22 árið 2024

Átak í malbikun tengivega

140 kílómetrar malbikaðir á kjörtímabilinu

Tæplega 9000 ársverk

fara í að framkvæma verkefnin í núgildandi samgönguáætlun.
Þar af eru um 2000 ársverk í hönnun og undirbúningi

  • Má þar nefna stórframkvæmdir á suðvestur horninu sem þegar er ýmist lokið eða eru í byggingu eins ogtvöföldun Reykjanesbrautar gegnum Hafnarfjörð, tvöföldun vegar gegnum hluta Mosfellsbæjar og á Kjalarnesi og byggingu nýs vegar með aðskildum aksturstefnum milli Hveragerðis og Selfoss.  
  • Á Vestfjörðum er gerð Hrafnseyrarganga lokið og uppbygging vegar um Dynjandisheiði hafin, þverun Þorskafjarðar og framkvæmdir á Barðaströnd í gangi.  
  • Á norðan-og austanverðu landinu eru stækkun flugstöðvar og flughlaðs á Akureyri og aksturbraut og -stæði við Egilstaðaflugvöll meðal stærstu framkvæmda, lok framkvæmda við Dettifossveg og endurbygging vegar á Langanesströnd, undirbúningur undir Fjarðarheiðargöng og gerð heilsársvegar um Öxi og nýs vegar um Hornafjarðarfljót sem samstarfsverkefni á áætlun.