Jafnréttismál

Jafnréttismál eru stærstu málin

Stór skref stigin í baráttunni fyrir jafnrétti á öllum sviðum
Katrín Jakobsdóttir

Sjálfsákvörðunarréttur kvenna styrktur

Ný löggjöf um þungunarrof. Lögin tryggja sjálfsforræði og sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama

Niðurgreiðsla getnaðarvarna

Aukin niðurgreiðsla á hormónagetnaðarvörnum og sú breyting gerð að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður mega núna skrifa upp á þær

Kynrænt sjálfræði

Réttur til að skilgreina eigið kyn tryggður með nýjum lögum um kynrænt sjálfræði

Istanbúl-samningurinn

Samningur um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi fullgildur á kjörtímabilinu

Lenging fæðingarorlofs

Fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í heilt ár.

Forysta í Generation Equality

á vettvangi Sameinuðu þjóðanna

Jafnlaunavottun framkvæmd

Starfshópur vinnur nú tillögur að aðgerðum til að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði

Jöfn kynjahlutföll

Jöfn kynjahlutföll í Hæstarétti í fyrsta sinn

 • Ný lög um þungunarrof
 • Lögin tryggja sjálfsforræði og sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama 
 • Kona fær fullt ákvörðunarvald um að óska eftir þungunarrofi fram að lokum 22. viku þungunar og öruggan aðgang að heilbrigðisþjónustu
 • Fyrstu breytingar sem gerðar hafa verið í meira en 40 ár, frá 1975
 • Ný lög um kynrænt sjálfræði
 • Réttur til að skilgreina eigið kyn tryggður 
 • Í fyrsta skipti hægt að hafa kynhlutlausa skráningu í Þjóðskrá 
 • Líkamleg friðhelgi barna með ódæmigerð kyneinkenni varin 
 • Forvarnir verða samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum og eigi sér einnig stað innan frístundaheimila og félagsmiðstöðva, íþrótta- og æskulýðsstarfs og í öðru tómstundastarfi.  
 • Námsefni verður útbúið fyrir öll skólastig, auk fræðsluefnis um eðli og afleiðingar kynferðislegs og kynbundins ofbeldis og áreitni fyrir starfsfólk sem vinnur með börnum og ungmennum.
 • Veigamesta hlutverk sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi 
 • Ísland lagði áherslu á jafnrétti, mannréttindi kvenna og hinsegin fólks í málflutningi sínum.
 • Stafrænt kynferðislegt ofbeldi gert refsivert
 • Umsáturseinelti gert refsivert og vernd þeirra sem fyrir því verða betur tryggð  
 • Starfshópur vinnur nú tillögur að aðgerðum til að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði
 • Til þess að útrýma launamun kynjanna þarf að endurmeta verðmæti mikilvægra starfa stórra kvennastétta
 • Leyfilegur hámarkstími á málsmeðferð í hælismálum þar sem börn eiga í hlut styttur úr 18 mánuðum í 16 mánuði 
 • Reglugerð sem rýmkar heimildir Útlendingastofnunar til að taka mál barna til efnismeðferðar í verndarmálum 
 • Markmið með greiðslu bótanna var að ljúka eftir fremsta megni samfélagslegu uppgjöri vegna þeirra stofnana þar sem fötluð börn voru vistuð á árum áður á einfaldari og fljótlegri hátt en áður
 • Fortakslaus viðurkenning stjórnvalda á að víða hafi verið pottur brotinn í aðbúnaði, umönnun og velferð fatlaðra barna sem vistuð voru á stofnunum á árum áður líkt og komið hefur fram í skýrslum vistheimilanefndar
 • Frumvarp til meðferðar á þingi bætir enn frekar vernd þolenda mansalbrota og auðveldar málsókn á hendur þeim sem ábyrgir eru fyrir brotunum 
 • Stefnan mun m.a. fjalla um réttindi landsmanna gagnvart nýrri tækni, hvert hlutverk gervigreindar eigi að vera og hvaða gildi eigi að vera í forgrunni við innleiðingur hennar 
 • Þjóðinni boðið á námskeið um gervigreind sér að kostnaðarlausu en námskeiðið verður aðgengilegt öllum 
 • Markmið verkefnisins er að gera þekkingu á gervigreind aðgengilega fyrir alla svo fólk finni kraft í nýrri tækni frekar en ógn