Heilbrigðismál

Uppbygging á öllum sviðum

Uppbygging á öllum sviðum
Svandís Svavarsdóttir

Samþykkt heilbrigðisstefna til 2030

Heilbrigðisyfirvöld og stofnanir heilbrigðiskerfisins geta skapað heildrænt kerfi sem tryggir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi þar sem saman fara gæði, öryggi, skilvirkni og hagkvæmni.

140

fleiri hjúkrunarrými á tímabilinu. Hluti af stórátaki í fjölgun hjúkrunarrýma

1 milljarður

aukning í framlögum til geðheilbrigðismála

25%

Aukning á framlögum til heilsugæslunnar til að tryggja að heilsugæslan verði raunverulegur fyrsti viðkomustaður

Sjúklingar borga minna

Greiðsluþátttaka sjúklinga komin á par við Norðurlönd

Nýr Landspítali

Framkvæmdir hafnar og áætlað að nýtt þjóðarsjúkrahús verði tekið í notkun 2025-2026

Sjúkrahótel opnað

Þáttaskil fyrir sjúklinga af landsbyggðinni og fjölskyldur og aðstandendur sjúklinga

73,8 milljarða

aukning á framlögum til heilbrigðismála á tímabilinu

• Ráðist í endurnýjun sjúkrabílaflotans með útboði á 25 nýjum sjúkrabílum
• Áframhaldandi samstarf við Rauða kross Íslands um sjúkraflutninga tryggt

• Jafnar aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land
• Aukin verðmætasköpun með nýjum tæknilausnum

  • Ráðist í stórátak í fjölgun hjúkrunarrýma. 140 fleiri rými á kjörtímabilinu 
  • Samhliða fjölgun hjúkrunarrýma hefur verið unnið að því að efla dagdvöl, heimaþjónustu og heilsueflingu aldraðra, þannig að fólk sem það kýs geti búið heima sem lengst
  • Kostnaður aldraða og öryrkja við tannlækningar hefur lækkað verulega í tveimur skrefum á kjörtímabilinu eftir stöðnun í mörg ár
  • Gjaldskrá lækkuð og hlutfall Sjúkratrygginga í kostnaðinum hækkað
  • Afgerandi þáttur í því að jafna aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu og sporna við heilsufarslegum ójöfnuði af félagslegum og fjárhagslegum ástæðum
  • Neyslurými logfest og frumvarp um afglæpavæðingu til meðferðar á þingi
  • Neyslurými byggja á hugmyndafræði skaðaminnkunar, þ.e. að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna
  • Mikilvægt skref til að vernda líf og heilsu einstaklinga sem lifa við alvarlegan fíknisjúkdóm
  • Með frumvarpi um afglæpavæðingu er stigið stórt skref í átt frá refstistefnu í fíkniefnamálum þannig að litið sé á neytendur fremur sem sjúklinga en afbrotafólk