Velferðarmál

Velferð fyrir alla

Katrín Jakobsdóttir

Hlutdeildarlán fyrir nýtt fólk á húsnæðismarkaði

Hjálpar tekjulágum fyrstu kaupendum að ná kröfu um útborgun

35%

lækkun á skerðingu örorkulífeyrisþega gagnvart atvinnutekjum

Stuðningur við tekjulága aldraða

75.000kr

hækkun á frítekjumarki aldraðra

35% hækkun

Á grunnatvinnuleysisbótum á kjörtímabilinu

Meira en 15milljarðar

af stofnframlögum veittir inn í almenna íbúðakerfið á kjörtímabilinu

Öflugar aðgerðir vegna covid

Stuðningur við börn

Heildarendurskoðun á stuðningi við börn og barnavernd. Mestu breytingar í áratugi

  • Árið 2019 var með lagabreytingu dregið úr skerðingum örorkulífeyrisþegar sem hafa aðrar tekjur en greiðslur almannatrygginga. 
  • Skerðingin nemur nú 65 prósentum í stað hundrað líkt og var fyrir lagabreytinguna. 
  • Gerðar voru varanlegar breytingar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga þegar dregið verður úr innbyrðis skerðingum sem skilaði tekjulægstu örorkulífeyrisþegunum tæplega 8.000 króna viðbótarhækkun á mánuði umfram fyrirhugaða hækkun uppá 3,6% sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Heildarhækkun bóta almannatrygginga til tekjulægstu örorkulífeyrisþeganna voru því tæpar 20 þúsund krónur um áramót 2021.   
  • Tryggir þeim sem ekki eiga fullan rétt hér á landi til lífeyris frá TR örugga framfærslu 
  • Frítekjumarkið var hækkað úr 25.000 í 100.000 
  • Félagslega íbúðakerfið styrkt enn frekar á kjörtímabilinu 
  • Frá árinu 2016 hefur meira en 15 milljörðum af stofnframlögum verið veitt inn í kerfið 
  • Sem stuðning við lífskjarasamningana ákvað ríkisstjórnin að auka framlögin til almenna íbúðakerfisins á árunum 2020 til 2022 til þess að hægt væri að byggja allt að 1800 nýjar íbúðir   
  • Hjálpar tekjulágum fyrstu kaupendum að ná kröfu um útborgun sem oft kemur í veg fyrir að fólk komist af leigumarkaði þótt það gæti staðist greiðslumat 
  • Lánið getur numið um fimmtungi af kaupverði og ekki þarf að greiða af því í allt að tuttugu ár 
  • Í hverri úthlutun fari 20% lánanna til kaupa á húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins 
  • Mestu kerfisbreytingar sem gerðar hafa verið á umhverfi barna í áratugi 
  • Samþætting þjónustu og öll kerfi sem halda utan um börn tali saman
  • Þjóðhagsráð tók til starfa í breyttri mynd og mun fjalla um félagslegan stöðugleika og loftslagsmál til viðbótar við efnahagsmál 
  • Markmið Þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahags- og félagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar  
  • Atvinnuleysisbætur hækkaðar um 35% á kjörtímabilinu
  • Hlutabótaleiðin hjálpaði fyrirtækjum að halda í starfsfólk. Um 35.000 manns hafa fengið hlutabætur  
  • Tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta lengt úr þremur mánuðum í sex  
  • Útvíkkaðir ráðningarstyrkir