Markmiðin með nýju greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu hafa náðst

Share on facebook
Share on twitter

Nýtt greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu hefur aukið jöfnuð eins og að var stefnt. / Þak sem sett var á hámarksgreiðslur sjúklinga hefur varið þá sem veikastir eru fyrir miklum útgjöldum. / Útgjöld barnafjölskyldna hafa lækkað og hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu styrkst. / Heildarútgjöld sjúklinga í nýju kerfi eru um 1,5 milljarði króna lægri á ársgrundvelli en áður. / Útgjöld ríkisins til  heilbrigðisþjónustu hafa aukist umfram fjárheimildir, einkum vegna sjúkraþjálfunar.