Loftslagsstefna Stjórnarráðsins samþykkt í ríkisstjórn

Share on facebook
Share on twitter

Loftslagsstefna Stjórnarráðsins var samþykkt í ríkisstjórn. Dregið verður úr losun gróðurhúsalofttegunda í allri starfsemi Stjórnarráðsins auk þess sem öll losun verður kolefnisjöfnuð þegar í ár og meira til. Stefnan tekur til allra tíu ráðuneyta Stjórnarráðsins og Rekstrarfélags Stjórnarráðsins þess auk þess sem gerðar eru kröfur til ríkisstofnana um aðgerðir í loftslagsmálum. Markmiðið með loftslagsstefnunni er að Stjórnarráðið verði til fyrirmyndar í loftslagsmálum og bindi meiri koltvísýring en það losar. Stjórnarráðið mun draga úr losun sinni á CO2 samtals um 40% til ársins 2030.